Mottufréttir

17. apríl 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Sjá allar fréttir og viðburði



Vörur í vefverslun

Í vefverslun félagsins má finna úrval af styrktarvörum Mottumars.

Kynntu þér úrvalið

Vinir Mottumars

Mazda á Íslandi - brimborg

Tilboð í Mottumars á skottmottum hjá Mazda og 10% af andvirði rennur til Mottumars.

17 sortir

10% af sölu af vörum merktum Mottumars renna til Krabbameinsfélagsins.

Dagar

Allar tekjur af mottuþjónustu mars mánaðar munu renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.

Hafið

Hafið lætur 15% af allri sölu fiskréttar mánaðarins í mars renna til styrktar Mottumars.

FlyOver Iceland

FlyOver Iceland bjóða upp á sérstaka pakka í tilefni MottuMars. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

Askja

Askja vekur athygli á Mottumars með viðburðum fimmtudaginn 21. mars. Þá verða skeggsnyrtar í sýningarsölum að Krókhálsi 11 og 13 og verður starfsfólki og gestum boðið í fría skeggsnyrtingu á milli kl. 12-16.

bpro.is

Selja sérstakt mottuvax frá Beard Monkey í Svíþjóð. Allur ágóði af sölu vörunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.

Snilldarvörur

Allur ágóði af seldum NOSTALGÍU MOTTUM rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Center hotels

Dagana 16., 17., 23., 24 mars verður Jörgensen Kitchen & bar með sérstakan mottumars matseðil og mun 20% af sölunni renna til Krabbameinsfélagsins. Dagana 22.-31. mars mun 50% af sölunni af hverjum aðgangi í allar heilsulindir hótelanna einnig renna til félagsins.

Löður

Löður býður viðskiptavinum sínum upp á mottuþvott í mars á kr. 1.000 og rennur upphæðin óskipt til átaksins. Mottuþvotturinn er í boði á Fiskislóð, Dalvegi og á Fitjum.

Á Mottumarsdaginn, föstudaginn 22. mars gefur Löður 20% af allri sölu dagsins til Krabbameinsfélagsins.

Castus

Castus gefur kr. 1.000 af hverri mottuhreinsun í mars til átaksins.

Mosfellsbakarí

Á Mottudaginn, föstudaginn 22. mars, er gráupplagt að mæta í Mosfellsbakarí og kaupa brauð dagsins, muffins, ástarpunga, kanellengju, berlínarbollu eða ameríska súkkulaðiköku því 15% af andvirði þessara vara renna beint til Krabbameinsfélagsins.

Sjá alla samstarfsaðila


Karlaklúbbur Karlaklefans

Við karlar erum stundum heldur tregir að leita upplýsinga eða aðstoðar varðandi andlega eða líkamlega heilsu. Í Karlaklúbbnum ætlum við í sameiningu að breyta því.

Komdu í klúbbinn

Karlaklúbbur Karlaklefans